Samtök atvinnulífsins

Stjórn

Starfsárið 2023-2024

Þar sem skammtímakjarasamningur var gerður í lok árs 2022 markaðist starfsárið af undirbúningi fyrir nýjan langtímakjarasamning í krefjandi efnahagsaðstæðum; mikilli verðbólgu, háu vaxtastigi og spennu á vinnumarkaði.  

Stjórn SA, sem skipuð er tuttugu fulltrúum auk formanns, kom 16 sinnum saman á starfsárinu.  

Í upphafi starfsársins afgreiddi stjórn erindi vinnudeilusjóðs vegna verkfalla undangenginnar kjaralotu en nokkuð var síðan komið hafði til útgreiðslu úr sjóðnum. Með haustinu ræddi nýr framkvæmdastjóri samtakanna, Sigríður Margrét Oddsdóttir, stefnumótun og málefnastarf SA, ársfund og hringferð samtakanna í aðdraganda kjarasamninga. Einnig var farið yfir stöðu opinberra fjármála og framboðsskort á húsnæðismarkaði. Þá settu náttúruhamfarirnar á Reykjanesi mark sitt á umræður vetrarins enda fylgdu þeim fjölbreyttar áskoranir fyrir atvinnurekendur á svæðinu.

Títt var fundað um stöðu kjaraviðræðna eftir því sem leið á veturinn. Miklar vendingar voru í viðræðunum og ýmis álitaefni voru uppi varðandi helstu atriði samninganna, ekki síst í ljósi yfirlýstra sameiginlegra markmiða samningsaðila um minnkun verðbólgu og lækkun vaxta.  

Í mars 2024 náðust loks stefnumarkandi kjarasamningar til fjögurra ára við aðildarfélög SGS, Eflingu, Samiðn, VR, LíV, Samiðn, RSÍ, VM, Matvís og Grafíu, undir yfirskriftinni Stöðugleikasamningurinn 2024-2028.

Stjórn Samtaka atvinnulífsins á starfsárinu 2022 – 2023

Stjórn Samtaka atvinnulífsins á starfsárinu var skipuð Eyjólfi Árna Rafnssyni, formanni stjórnar, Bjarnheiði Hallsdóttur, varaformanni stjórnar, Örnu Arnardóttur, Árna Sigurjónssyni, Benedikt Gíslasyni, Boga Nils Bogasyni, Eddu Rut Björnsdóttur, Agli Jóhannssyni, Guðmundi Kristjánssyni, Guðrúnu Jóhannesdóttur, Gunnari Agli Sigurðssyni, Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, Hjörleifi Stefánssyni, Jóni Ólafi Halldórssyni, Jónínu Guðmundsdóttur, Lilju Björk Einarsdóttur, Magnúsi Hilmari Helgasyni, Ólafi Marteinssyni, Páli Erland, Rannveigu Rist og Þorsteini Víglundssyni.

Á starfsárinu sátu eftirfarandi í framkvæmdastjórn, sem skipuð er sjö fulltrúum auk Eyjólfs Árna Rafnssonar, formanns SA: Árni Sigurjónsson, Benedikt Gíslason, Bjarnheiður Hallsdóttir, Edda Rut Björnsdóttir, Heiðrún Lind Marteinsdóttir, Jón Ólafur Halldórsson og Jónína Guðmundsdóttir.

Framkvæmdastjórn kom 13 sinnum saman á starfsárinu og ræddi, auk mála sem rædd voru í stjórn, ráðningu nýs framkvæmdastjóra, efnahagsumhverfið, undirbúning og stöðu kjaraviðræðna, stefnumótun og málefnavinnu starfsársins, rekstur samtakanna, húsnæðisstefnu stjórnvalda, stjórnskipulag SA, málefni lífeyrissjóða, ársfund og hringferð samtakanna.

Skrifstofa SA

Halldór Benjamín Þorbergsson lét af störfum hjá SA í mars 2023 eftir tæplega sjö ára starf hjá samtökunum. Nýr framkvæmdastjóri, Sigríður Margrét Oddsdóttir, tók formlega til starfa 1. september 2023.